Heppinn kóalabjörn

Dýr geta verið heppin ekki síður en mannfólkið. Ástralar fullyrða, að kóalabjörn nokkur sé með með þeim heppnari en hann slapp nánast ómeiddur úr óvenjulegu óhappi.

Ökumaður nokkur var að aka eftir vegi nálægt Brisbane á um 100 km hraða þegar hann sá skyndilega kóalabjörn á veginum. Ökumanninum tókst ekki að stoppa í tæka tíð en þegar hann leit í baksýnisspegilinn var vegurinn auður og maðurinn taldi því að birninum hefði tekist að forða sér. 

Maðurinn ók síðan sem leið lá að næsta þorpi, um 12 km vegalengd, og þar stoppaði hún við bensínstöð. Hann ákvað að skoða framendann á bílnum og sér til mikillar furðu sá hann að bossinn á birninum stóð út úr grillinu.

Björninn var losaður úr prísundinni með skærum og fluttur á dýraspítala í Queensland en reyndist lítið sem ekkert meiddur. Þar er hann nú í góðu yfirlæti og hefur verið nefndur Lucky Grills.

Kóalabjörninn Lucky Grills.
Kóalabjörninn Lucky Grills. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka