Danir trúa á drauga

Fjórði hver Dani segist trúa á drauga og 15% segjast hafa orðið vör við reimleika af einhverju tagi. Þetta kemur fram í könnun, sem   stofnunin Zapera hefur gert fyrir blaðið metroXpress.

Blaðið Berlingske Tidende hefur eftir Tim Jensen, trúarbragðafræðingi hjá Syddansk háskóla, að trúin á yfirnáttúrulega krafta sé mjög mannleg.

„Fólk trúir á drauga vegna þess að það hefur heyrt draugasögur. Og ef það upplifir eitthvað, sem það hefur heyrt um í draugasögu þá er eðlilegt að telja að það sé reimt," segir hann.

Jensen segir, að fólk skýri oft eðlilega atburði með reimleikum og trúin á drauga tengist hugmyndum fólks um líf eftir dauðann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir