Danir trúa á drauga

Fjórði hver Dani segist trúa á drauga og 15% segjast hafa orðið vör við reimleika af einhverju tagi. Þetta kemur fram í könnun, sem   stofnunin Zapera hefur gert fyrir blaðið metroXpress.

Blaðið Berlingske Tidende hefur eftir Tim Jensen, trúarbragðafræðingi hjá Syddansk háskóla, að trúin á yfirnáttúrulega krafta sé mjög mannleg.

„Fólk trúir á drauga vegna þess að það hefur heyrt draugasögur. Og ef það upplifir eitthvað, sem það hefur heyrt um í draugasögu þá er eðlilegt að telja að það sé reimt," segir hann.

Jensen segir, að fólk skýri oft eðlilega atburði með reimleikum og trúin á drauga tengist hugmyndum fólks um líf eftir dauðann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar