Franskir vísindamenn könnuðu nýlega áhrif tónlistarhávaða á bjórdrykkju gesta á krám, að sögn Aftenposten. Þeir fengu leyfi til að stilla hátalarana á nokkrum stöðum og fylgdust með athæfi allmargra gesta sem ekki vissu af rannsókninni. Stillt var á 72 desíbel sem þykir fremur lítill hávaði en einnig upp í 88 sem er allmikið; drykkjan jókst greinilega þegar hávaðinn var aukinn.
Deilt er um ástæðuna. Sumir telja að hávaði hvetji fólk til drykkju en aðrir benda á að þegar ekki sé hægt að tala saman vegna hávaða hneigist fólk til að drekka í staðinn.