Heimsmeistarar í megrun barna

Hvergi á Vest­ur­lönd­um er jafn­hátt hlut­fall 13 og 15 ára stúlkna í megr­un og hér á landi, sam­kvæmt ný­lega birtri rann­sókn Aljóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO).

Tæp­ur þriðjung­ur 13 ára ís­lenskra stúlkna í rann­sókn­inni sagðist vera í megr­un, sem er hæsta hlut­fall í þeim lönd­um sem könn­un­in náði til. 18% stráka á þess­um aldri sagðist vera í megr­un, sem er næst­hæsta hlut­fall stráka í þeim ald­urs­flokki, á eft­ir banda­rísk­um.

Meðal 15 ára stúlkna sögðust 35% svar­enda vera í megr­un, en það er einnig hæsta hlut­fall meðal landa í rann­sókn­inni. 14% fimmtán ára stráka hér á landi sagðist vera í megr­un, sem er þriðja hæsta hlut­fall stráka í þeim ald­urs­flokki.

Rann­sókn­in náði einnig til 11 ára barna, en þar var ástandið ekki jafnslæmt hér á landi borið sam­an við önn­ur lönd. 17% stúlkna og 19% stráka á þess­um aldri sögðust í megr­un hér á landi, sam­an­borið við 25% stelpna og 20% stráka í Banda­ríkj­un­um, þar sem hæst hlut­fall 11 ára barna var í megr­un.

Könn­un­in fór þannig fram að krakk­arn­ir voru spurður hvort þeir væru að gera eitt­hvað til að reyna að megra sig. Spurn­ing­arn­ar voru lagðar fyr­ir í skól­um í 41 landi.

Þórodd­ur Bjarna­son, pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar á Íslandi, bend­ir á að um­hugs­un­ar­vert sé að hlut­fall stúlkna sem eru of feit­ar er tölu­vert lægra en hlut­fall stúlkna í megr­un.

Könn­un­in leiddi í ljós að 10% ell­efu ára stúlkna og 15% stráka á Íslandi sögðust of feit sam­kvæmt BMI-lík­amsþyngd­arstuðlin­um. 12% þrett­án ára stúlkna og 16% þrett­án ára stráka sögðust of feit, en 12% fimmtán ára stúlkna og 22% fimmtán ára stráka. Borið sam­an við önn­ur lönd eru ís­lensk­ir krakk­ar í 8. sæti (15 ára) til 21. sæti (11 ára) í þess­um efn­um.

Þórodd­ur seg­ir sjálf­stæði ís­lenskra barna mögu­lega skýra að hluta hvers vegna þau reyni að taka stjórn yfir þyngd sinni þetta snemma í eig­in hend­ur. „Stund­um hrós­um við þeim fyr­ir sjálf­stæðið, en í þess­um efn­um hlýt­ur það að telj­ast nei­kvætt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell