Segist hafa fundið hnífsblað í Subway

mbl.is/Arnaldur

Karlmaður í New York hefur farið í mál við bandarísku skyndibitakeðjuna Subway, en maðurinn heldur því fram að hann hafi fundið 18 cm langt hnífsblað í Subway-bát sem hann hafði pantað sér í síðasta mánuði.

John Agnesini, sem er 26 ára, segir að hann hafi verið búinn að fá sér nokkra bita af brauðinu þegar hann tók eftir hnífnum. Agnesini krefst einnar milljónar Bandaríkjadala í skaðabætur.

„Ef ég hefði ekki séð hann þá veit ég ekki hvað hefði gerst,“ segir maðurinn. „Þetta er það síðasta sem maður hugsar út í þegar maður borðar samloku sem maður pantar sér reglulega.“

Hann segir að starfsfélagi sinn hafi hringt í Subway til að kvarta undan þessu, en hann segir að Subway hafi aldrei beðist afsökunar.

Talsmaður fyrirtækisins segist líta málið alvarlegum augum og að málið verði kannað til hlítar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar