Varhugaverðir tölvupóstar

Tölvu­póst­ar geta verið vara­sam­ir. Það á sér­stak­lega við um tölvu­pósta frá þeim sem hugs­an­lega hafa óhreint mjöl í poka­horn­inu. Fjöl­mörg dæmi eru þessu til sönn­un­ar.

Ný­lega birti banda­ríska fjár­mála­eft­ir­litið (SEC) skýrslu þar sem vitnað er í tölvu­pósta sem fóru á milli starfs­manna hjá stóru alþjóðlegu mats­fyr­ir­tækj­un­um varðandi hin svo­kölluðu und­ir­máls­lán vegna fast­eignaviðskipta, sem eru rót­in að vand­an­um á hús­næðismarkaðinum vest­an­hafs og víðar. Í skýrsl­unni er sýnt fram á að grein­end­ur hjá fyr­ir­tækj­un­um hefðu vitað hver staðan var í tengsl­um við þessi lán löngu áður en upp­lýst var um það.

Al­gengt var að skulda­vafn­ing­ar sem inni­héldu jafnt góð fast­eigna­veðlán sem og und­ir­máls­lán­in fengju fína láns­hæfis­ein­kunn hjá mats­fyr­ir­tækj­un­um, eða AAA. Þá ligg­ur nú fyr­ir að þess­ir vafn­ing­ar héldu hinum góðu láns­hæfis­ein­kunn­um þrátt fyr­ir vitn­eskju grein­enda hjá mats­fyr­ir­tækj­un­um um þá van­kanta sem þar voru á, þ.e. að áhætt­an væri í sum­um til­vik­um gríðarlega mik­il.

Fram kem­ur í skýrslu SEC að í tölvu­pósti frá grein­anda hjá einu láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæk­inu seg­ir hann, án þess að skamm­ast sín nokkuð fyr­ir: „Við skul­um vona að við verðum öll rík og kom­in á eft­ir­laun þegar spila­borg­in hryn­ur.“ Þetta skrifaði grein­and­inn til sam­starfs­manns síns í des­em­ber 2006.

Seg­ir í skýrslu SEC að vanda­málið hafi verið það að upp hafi komið hags­muna­árekstr­ar. Þeir starfs­menn láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­anna sem hafi haft vitn­eskju um hvert stefndi hafi tekið hags­muni fyr­ir­tækj­anna sem þeir störfuðu hjá framyf­ir aðra hags­muni.

Kerfið vill fylgj­ast með

Tölvu­póst­ar milli starfs­manna hafa því ekki verið til að bæta ímynd alþjóðlegu láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­anna. En tölvu­póst­ar valda vanda­mál­um á fleiri sviðum. Meiri­hluti demó­krata í banda­ríska þing­inu stefn­ir að því að samþykkja lög sem gera stjórn­völd­um skylt að varðveita tölvu­pósta sem þau senda og fá í til­tek­inn tíma með sama hætti og á við um bréf­leg sam­skipti. Það líst banda­rísku rík­is­stjórn­inni hins veg­ar ekk­ert á, ein­hverra hluta vegna, og hef­ur Bush for­esti hótað að beita neit­un­ar­valdi til að koma í veg fyr­ir að slíkt frum­varp verði að lög­um.

Í Bretlandi hef­ur þetta mál verið nálg­ast með öðrum hætti. Þar hafa stjórn­völd verið með áætlan­ir uppi um að safna sam­an í gagna­grunn öll­um sím­töl­um og tölvu­póst­um sem fara um fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in í land­inu. Ef­laust kem­ur skáld­sag­an 1984 eft­ir Geor­ge Orwell upp í huga ein­hverra, en þess­ar áætlan­ir breskra stjórn­valda hafa fallið í grýtt­an jarðveg hjá þeim sem er um­hugað um per­sónu­vernd og annað slíkt. Það fer því ekki á milli mála að það er betra að um­gang­ast tölvu­pósta með varúð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir