Ræningjunum sópað út

Tveir ungir menn, sem ætluðu að ræna kjörbúð á suðvesturhluta Englands morgun einn í vikunni, höfðu ekki unnið heimavinnuna sína vel. Þeir vissu nefnilega ekki, að auk búðareigandans var þar við störf amma nokkur, sem kann að sveifla kústi.

Piltarnir ruddust inn í verslunina vopnaðir hömrum, börðu verslunareigandann og heimtuðu peninga. Þá greip Ann Withers til sinna ráða, gekk að ræningjunum og barði þá duglega með kústi.

„Ég sagði þeim að ef þá vantaði peninga ættu þeir að vinna fyrir þeim eins og aðrir," sagði Withers við Reutersfréttastofuna á eftir.

Ræningjunum varð svo mikið um að þeir lögðu tómhentir á flótta. Verslunareigandinn meiddist nokkuð en ekki alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan