VG gekk í gildru

VG, stærsta dagblað Noregs, gekk í gildru brottflutts Norðmanns, sem sendi blaðinu tölvupóst og sagði að lögreglan hefði brotist inn hús hans á Skotlandi vegna þess að þar var norskur rakfiskur á borðum. Rakfiskur er grafinn og hálfúldinn silungur sem getur víst lyktað svipað og hákarl.

Norðmaðurinn, sem heitir Torodd Fuglesteg, sendi VG langan og ýtarlegan tölvupóst og sagði frá því, að nágrannar hans hefðu fundið grunsamlega lykt og haldið að einhver hefði safnast til feðra sinna í íbúðinni. Lögreglan hafi síðan brotist inn og fundið rakfiskinn.

VG fannst þetta hin besta frétt og sendi breskan ljósmyndara á staðinn og einnig sjálfstætt starfandi blaðamann. Málið var síðan aðalfrétt á forsíðu blaðsins í gær. Í dag veitir Fuglesteg hins vegar útvarpsstöðinni P4 viðtal og sagði að þetta hefði verið uppspuni frá rótum. Honum hafi ekki dottið annað í hug en að VG myndi leita staðfestingar hjá skosku lögreglunni og þá kæmi hið sanna í ljós. Ekki er hins vegar ljóst af viðtalinu hvað Fuglesteg gekk til.

Vaktstjóri hjá VG segir við P4 að blaðið hafi greinilega gengið í vatnið og biður lesendur afsökunar. Hann segir að haft hafi verið samband við lögreglu í Skotlandi en þar hafi fengist mjög loðin svör og fréttin hafi að minnsta kosti ekki verð borin til baka. Þá hafi blaðið ákveðið að treysta heimildarmanninum enda kom hann fram undir fullu nafni og sendi blaðinu af sér mynd.

Frétt P4

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar