VG gekk í gildru

VG, stærsta dag­blað Nor­egs, gekk í gildru brott­flutts Norðmanns, sem sendi blaðinu tölvu­póst og sagði að lög­regl­an hefði brot­ist inn hús hans á Skotlandi vegna þess að þar var norsk­ur rak­fisk­ur á borðum. Rak­fisk­ur er graf­inn og hálfúld­inn sil­ung­ur sem get­ur víst lyktað svipað og há­karl.

Norðmaður­inn, sem heit­ir Torodd Fug­lesteg, sendi VG lang­an og ýt­ar­leg­an tölvu­póst og sagði frá því, að ná­grann­ar hans hefðu fundið grun­sam­lega lykt og haldið að ein­hver hefði safn­ast til feðra sinna í íbúðinni. Lög­regl­an hafi síðan brot­ist inn og fundið rak­fisk­inn.

VG fannst þetta hin besta frétt og sendi bresk­an ljós­mynd­ara á staðinn og einnig sjálf­stætt starf­andi blaðamann. Málið var síðan aðal­frétt á forsíðu blaðsins í gær. Í dag veit­ir Fug­lesteg hins veg­ar út­varps­stöðinni P4 viðtal og sagði að þetta hefði verið upp­spuni frá rót­um. Hon­um hafi ekki dottið annað í hug en að VG myndi leita staðfest­ing­ar hjá skosku lög­regl­unni og þá kæmi hið sanna í ljós. Ekki er hins veg­ar ljóst af viðtal­inu hvað Fug­lesteg gekk til.

Vakt­stjóri hjá VG seg­ir við P4 að blaðið hafi greini­lega gengið í vatnið og biður les­end­ur af­sök­un­ar. Hann seg­ir að haft hafi verið sam­band við lög­reglu í Skotlandi en þar hafi feng­ist mjög loðin svör og frétt­in hafi að minnsta kosti ekki verð bor­in til baka. Þá hafi blaðið ákveðið að treysta heim­ild­ar­mann­in­um enda kom hann fram und­ir fullu nafni og sendi blaðinu af sér mynd.

Frétt P4

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir