Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira

Ekki er marktækur munur á söluhæfileikum fallegra og hinna sem ekki hafa útlitið með sér, að því er niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar sýna.

Á vef metroXpress er haft eftir Henriettu Huzell, sem er doktor við háskólann í Karlstad í Svíþjóð, að það sé einkum í hótel- og veitingabransanum í Svíþjóð sem gerðar séu óraunhæfar kröfur um fegurð.

Elva Tryggvadóttir, ráðgjafi hjá Ráðningarþjónustunni ehf., kveðst ekki hafa orðið vör við kröfur um útlit starfsmanna á beinan hátt. „Maður sér það hins vegar á vali milli jafnhæfra umsækjenda, einkum þegar um afgreiðslustarf í sérbúðum er að ræða. Þá virðist útlitið skipta máli. Við höldum engu að síður áfram að senda hina umsækjendurna í viðtal því að þeir eru alveg jafnhæfir. Snyrtimennska, klæðaburður og góð framkoma skiptir hins vegar alltaf miklu máli.“ ibs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir