Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira

Ekki er marktækur munur á söluhæfileikum fallegra og hinna sem ekki hafa útlitið með sér, að því er niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar sýna.

Á vef metroXpress er haft eftir Henriettu Huzell, sem er doktor við háskólann í Karlstad í Svíþjóð, að það sé einkum í hótel- og veitingabransanum í Svíþjóð sem gerðar séu óraunhæfar kröfur um fegurð.

Elva Tryggvadóttir, ráðgjafi hjá Ráðningarþjónustunni ehf., kveðst ekki hafa orðið vör við kröfur um útlit starfsmanna á beinan hátt. „Maður sér það hins vegar á vali milli jafnhæfra umsækjenda, einkum þegar um afgreiðslustarf í sérbúðum er að ræða. Þá virðist útlitið skipta máli. Við höldum engu að síður áfram að senda hina umsækjendurna í viðtal því að þeir eru alveg jafnhæfir. Snyrtimennska, klæðaburður og góð framkoma skiptir hins vegar alltaf miklu máli.“ ibs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka