Kanadískir humarvinir reyna nú að telja eigendur fiskbúðar í New Brunswick-héraði á að frelsa risastórt krabbadýr sem er talið vera meira en einnar aldar gamalt. Dýrið sem er 10 kíló og heitir Big Dee-Dee var fangað fyrr í mánuðinum og verður líklega sett á uppboð innan skamms.
Yfir þúsund ferðamenn koma daglega til að berja humarinn augum „Helmingurinn vill halda veislu og éta hann en hinn helmingurinn vill frelsa hann,“ sagði eigandi fiskmarkaðarins.
Tilboð upp á 3.500 Bandaríkjadali barst frá konu í Ontario í gær. Hún vildi greiða 3.500 Bandaríkjadali fyrir að hann yrði frelsaður. jmv@mbl.is