Bannað að sýna Life of Brian

Bæj­ar­stjór­inn í smá­bæn­um Aberystwyth í Wales vill fá banni við sýn­ing­um á kvik­mynd­inni Life of Bri­an hnekkt í bæn­um. Bæj­ar­stjór­inn á nokk­urra hags­muna að gæta því hann lék eitt af helstu hlut­verk­un­um í mynd­inni.

Mynd­in Life of Bri­an, sem breski leik­hóp­ur­inn Monty Python gerði fyr­ir nærri þrem­ur ára­tug­um, ger­ir grín að bibl­íu­mynd­um Hollywood. Mynd­in ger­ist í land­inu helga árið 33 eft­ir Krist og fjall­ar um gyðing sem tal­inn er vera spá­maður og lýk­ur ævi sinni á krossi syngj­andi lagið: Always Look on the Bright Side of Life.

Strax eft­ir að mynd­in var frum­sýnd komu fram ásak­an­ir um að finna mætti í henni guðlast og var bannað að sýna hana á nokkr­um stöðum í Bretlandi. 

Sue Jo­nes-Davies, sem lék Judith, kær­ustu Bri­ans, er nú  bæj­ar­stjóri í Aberystwyth. Hún sagði, að það hefði komið sér al­ger­lega í opna skjöldu þegar hún komst að því í síðustu viku, að enn væri bannað að sýna kvik­mynd­ina í bæn­um. 

„Í ljósi þess, sem sýnt er í sjón­varp­inu nú á dög­um er ótrú­legt að þetta bann skuli enn vera í gildi í Aberystwyth," sagði Jo­nes-Davies við breska rík­is­út­varpið BBC. „Mér finnst að það eigi að aflétta bann­inu. Mér finnst að trú­ar­brögð eigi að vera það víðsýn að þau viður­kenni að þessi mynd er gam­an­leik­ur."

Mörg­um þykir mynd­in, sem skartaði m.a. gam­an­leik­ur­un­um John Cleese, Gra­ham Chapman, Eric Idle, Terry Gilliam og Michael Pal­in, ein sú fyndn­asta sem gerð hef­ur verið í Bretlandi. Bít­ill­inn Geor­ge Harri­son fram­leiddi mynd­ina.

BBC seg­ir, að bæj­ar­ráðið í Aberystwyth muni fjalla um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son