Sprengdi íbúðina í skordýraslag

Karlmaður í New Jersey í Bandaríkjunum varð undir í baráttunni við skordýr sem hann reyndi að losna við út úr íbúðinni sinni. Baráttan endaði með því að maðurinn sprengdi íbúðina í loft upp.

Sprengingin varð þegar maðurinn var að úða skordýraeitri í eldhúsinu sínu. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað gerðist, en skömmu eftir sprenginguna varð íbúðin alelda. Þá urðu einnig skemmdir á íbúðinni fyrir ofan. 

Fram kemur í bandaríska dagblaðinu New York Daily News að maðurinn, Isias Vidal Maceda, hafi sloppið ómeiddur, en 80% af íbúðinni hafi eyðilagst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar