Borgarstjórnin í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum hefur fallist á að láta mála yfir öll skilti sem á stendur „menn að störfum“ við byggingarsvæði í borginni.
Þóttu skiltin gera lítið úr verkakonum borgarinnar, þar sem karlkynsorð var notað. Í framtíðinni verður þess gætt að skiltin verði kynhlutlaus.