Þýskir útivistarmenn sjá rándýr í hverju horni

Yfirvöld í Lahn-Dill-héraði í Hessen í suðurhluta Þýskalands rannsaka fullyrðingar náttúruunnenda þess efnis að brúnbjörn vappi um skóglendi héraðsins. Fjöldi fólks segist hafa séð björninn undanfarinn mánuð. Raunar gengur eitt vitnið svo langt að segja tvo birni hafa gengið framhjá sér 19. júní síðastliðinn.

Lögreglan hefur fengið bjarnasérfræðinga frá dýragarðinum í Þýringalandi til liðs við sig. Þeir hafa rannsakað ítarlega svæðin, þar sem til meintra bjarnardýra hefur sést. Til þessa hafa aðeins fundist spor eftir klaufdýr – sem þykir benda til þess að villisvín hafi átt leið um svæðið.

Síðasti sjónarvotturinn er maður sem segist hafa staðið augliti til auglitis við björn á sunnudag. Segist hann vita fullvel hvernig birnir líti út og segir af og frá að um villisvín hafi verið að ræða.

Sérfræðingar segja að brúnbirnir þyrftu að leggja á sig ferðalag yfir Alpafjöllin til að skjóta upp kollinum í Þýskalandi. Það gerðist síðast í Bæjaralandi árið 2006. Þeim birni var gefið nafnið Bruno, og var honum banað af veiðimanni á vegum ríkisins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir