Einkennileg mannanöfn

Manna­nafna­tísk­an í Nýja-Sjálandi er nokkuð ein­kenni­leg um þess­ar mund­ir. Dóm­ari heim­ilaði ný­lega að 9 ára göm­ul stúlka mætti breyta nafni sínu, sem var: Talula Does The Hula From Hawaii (Talula dans­ar húla frá Hawaii).

Dóm­ar­inn var að úr­sk­urða í skilnaðar­máli for­eldra stúlk­unn­ar og skipaði stúlk­unni rétt­ar­gæslu­mann svo hún gæti breytt nafni sínu. Fram kem­ur í úr­sk­urðinum að stúlk­an þoldi önn fyr­ir nafn sitt og sagði skóla­fé­lög­um sín­um m.a. ekki hvað hún hét. 

Í úr­sk­urðinum birt­ir dóm­ar­inn lista yfir óheppi­leg nöfn, sem ný­sjá­lensk börn hafa fengið eða átt að fá. Ný­sjá­lenska manna­nafna­nefnd­in bannaði  nöfn á borð við  Fish and Chips, Yeah Detroit, Stalli­on, Twisty Poi, Keen­an Got Lucy og Sex Fruit. En önn­ur sluppu í gegn, þar á meðal: Num­ber 16 Bus Shelter, Midnig­ht Ch­ar­donnay og Vi­o­lence. 

Í úr­sk­urðinum kem­ur fram að litla stúlk­an, sem málið snér­ist um, sagði fólki að hún héti K, vegna þess að hún óttaðist stríðni ef henn­ar rétta nafn kæm­ist á allra vitorð.

„Dóm­ur­inn hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af þeirri slæmu dómgreind, sem for­eldr­ar þess­ar­ar stúlku hafa sýnt við val á nafni fyr­ir hana," skrif­ar dóm­ar­inn. „Það ger­ir barnið að fífli og er í raun ónauðsyn­leg fé­lags­leg fötl­un."

Stúlk­an hef­ur nú fengið nýtt nafn.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir