Einkennileg mannanöfn

Mannanafnatískan í Nýja-Sjálandi er nokkuð einkennileg um þessar mundir. Dómari heimilaði nýlega að 9 ára gömul stúlka mætti breyta nafni sínu, sem var: Talula Does The Hula From Hawaii (Talula dansar húla frá Hawaii).

Dómarinn var að úrskurða í skilnaðarmáli foreldra stúlkunnar og skipaði stúlkunni réttargæslumann svo hún gæti breytt nafni sínu. Fram kemur í úrskurðinum að stúlkan þoldi önn fyrir nafn sitt og sagði skólafélögum sínum m.a. ekki hvað hún hét. 

Í úrskurðinum birtir dómarinn lista yfir óheppileg nöfn, sem nýsjálensk börn hafa fengið eða átt að fá. Nýsjálenska mannanafnanefndin bannaði  nöfn á borð við  Fish and Chips, Yeah Detroit, Stallion, Twisty Poi, Keenan Got Lucy og Sex Fruit. En önnur sluppu í gegn, þar á meðal: Number 16 Bus Shelter, Midnight Chardonnay og Violence. 

Í úrskurðinum kemur fram að litla stúlkan, sem málið snérist um, sagði fólki að hún héti K, vegna þess að hún óttaðist stríðni ef hennar rétta nafn kæmist á allra vitorð.

„Dómurinn hefur miklar áhyggjur af þeirri slæmu dómgreind, sem foreldrar þessarar stúlku hafa sýnt við val á nafni fyrir hana," skrifar dómarinn. „Það gerir barnið að fífli og er í raun ónauðsynleg félagsleg fötlun."

Stúlkan hefur nú fengið nýtt nafn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar