Reglur Evrópusambandsins sem kveða á um hámarkssveigju banana og gúrkna verða senn aflagðar með stuðningi flestra ríkja. „Á sama tíma og matvælaverð hækkar og eftirspurn eykst er ekkert vit í að henda mat vegna lögunar,“ segir Mariann Fischer Boel, framkvæmdastjóri landbúnaðarmála ESB.