Þrjú börn dæmd í þriggja ára fangelsi

Þrjú börn í Hong Kong hafa verið dæmd í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir að hafa framið vopnað rán í skartgripaverslun.

Börnin, tveir piltar og ein stúlka, huldu andlit sitt með grímum og húfum. Þau ógnuðu starfsmönnum með hnífum og höfðu m.a. gullhálsmen með sér á brott, en skartgripirnir eru metnir á um 10 milljónir kr. Börnin voru 14 ára þegar þau frömdu ránið en eru nú orðin 15 ára.

Dómarinn segir að glæpur þeirra hafi verið það alvarlegur og því hafi verið nauðsynlegt að dæma þau í fangelsi, fremur en að önnur stofnun tæki á móti þeim sökum ungs aldurs þeirra.

Fyrr í þessari viku var tekið fyrir dómi mál níu ára gamallar stúlku sem ferðaðist ein frá Hong Kong til meginlands Kína. Þar sótti hún heróín fyrir fíkniefnasala sem hún flutti til baka í bakpoka sínum. Fíkniefnasalinn greiddi henni tæpar 13.000 kr. fyrir ómakið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir