Flugdólgar reyndu að opna dyr

Tvær drukknar breskar konur urðu óðar í leiguflugvél, börðu flugfreyjuna með vodka flösku og reyndu síðan að opna hurð vélarinnar sem var í 32.800 fetum yfir Austurríki.

Það er breska lögreglan sem staðfestir þetta í dag að sögn Reuters. Atvikið varð síðastliðinn fimmtudag.

Flugáhöfnin þvingaði að lokum konurnar aftur í sæti sín og flugstjórinn bað um neyðarlendingu í Frankfurt í Þýskalandi. Vélin var á leið frá Grikklandi til Bretlands er þetta gerðist.

Konurnar eru 26 og 27 ára og eiga þær yfir höfði sér bæði kærur um líkamsárás svo og að hafa haft áhrif á flugumferð.

Konunum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Þær misstu stjórn á sér er flugfreyja neitaði að láta þær fá meira áfengi sökum þess hve drukknar þær væru. Við það sló sú 26 ára til flugfreyjunnar með vodkaflösku og reyndi síðan að opna dyr vélarinnar.

„Þessi tuttugu og sex ára vildi greinilega fá ferskt loft,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Lögreglan í Frankfurt handtók konurnar og setti þær síðan í öndunarpróf. Báðar reyndust ofurölvi.

Eftir klukkustundarviðdvöl í Frankfurt hélt vélin áfram til Manchester.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir