Skaut óþæga garðsláttuvél

Lögreglumynd af Keith Walendowski.
Lögreglumynd af Keith Walendowski. AP

Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn  í Wisconsin í Bandaríkjunum í vikunni eftir að hann gerði skotárás á garðsláttuvélina sína. Svo virðist sem manninum hafi gramist, að sláttuvélin fór ekki í gang.

Maðurinn, sem heitir Keith Walendowski og er 56 ára, var ákærður fyrir óspektir og fyrir að vera með afsagaða haglabyssu í fórum sínum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi og 800 þúsund króna sekt, verði hann fundinn sekur.

Lögregla hafði eftir Walendowski: „Þetta er minn garður og mín sláttuvél og ég get skotið hana ef ég vil."

Auk haglabyssunnar fann lögregla skammbyssu og rafstuðbyssu í húsi mannsins. 

Garðsláttuvélin óheppna fannst ásamt öðru rusli utan við húsið þar sem  Walendowski býr með móður sinni. Ekki er talið að hægt sé að gera við sláttuvélina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir