Pompei í hættu

Nærri 2000 árum eftir að brennheit aska gróf borgina Pompei á Ítalíu hafa stjórnvöld ákveðið að næsta árið muni eins konar neyðarástand ríkja í borginni. Ekki að hægt verði að bjarga íbúunum héðan af, heldur skapar bágt ástand svæðisins hættu fyrir ferðamenn, og eru rústirnar að auki í verulegri hættu vegna óhefts ágangs ferðamannanna.

Samkvæmt The New York Times heimsækja um 2,6 milljónir gesta Pompei árlega og kynna sér hvernig lífið var á Ítalíu fyrir 2000 árum, skoða steingerða íbúana, freskur á veggjum og húsagerðalist. En freskurnar eru að fölna í bjartri sólinni, minjagripasafnarar stela molum úr þeim, endalaust traðk sandalanna um göturnar veldur skemmdum og starfsmenn eru allt of fáir til að hafa stjórn á fólksfjöldanum.

Menningarráðherrann hefur skipað Renato Profili sem umsjónarmann svæðisins og á hann að gera áætlun um hvað þarf að gera til að bjarga rústunum og jafnframt gera gestum kleift að heimsækja þær áfram. Pompei er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna en jafnfram á Heimsminjaskrá SÞ, sem leggur stjórnvöldum ákveðnar skyldur á herðar.

Menningarráðherrann segir að upplifun ferðamanna sem komi til Pompei verði að vera jákvæð og að Profili verði að takast að stöðva „taumlausa misnotkun“ rústanna, sem birtist til dæmis í formi óleyfilegra leiðsögumanna og minjagripasala, svo ekki sé minnst á lög og reglur sem komi í raun í veg fyrir nauðsynlegar viðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir