Pompei í hættu

Nærri 2000 árum eftir að brennheit aska gróf borgina Pompei á Ítalíu hafa stjórnvöld ákveðið að næsta árið muni eins konar neyðarástand ríkja í borginni. Ekki að hægt verði að bjarga íbúunum héðan af, heldur skapar bágt ástand svæðisins hættu fyrir ferðamenn, og eru rústirnar að auki í verulegri hættu vegna óhefts ágangs ferðamannanna.

Samkvæmt The New York Times heimsækja um 2,6 milljónir gesta Pompei árlega og kynna sér hvernig lífið var á Ítalíu fyrir 2000 árum, skoða steingerða íbúana, freskur á veggjum og húsagerðalist. En freskurnar eru að fölna í bjartri sólinni, minjagripasafnarar stela molum úr þeim, endalaust traðk sandalanna um göturnar veldur skemmdum og starfsmenn eru allt of fáir til að hafa stjórn á fólksfjöldanum.

Menningarráðherrann hefur skipað Renato Profili sem umsjónarmann svæðisins og á hann að gera áætlun um hvað þarf að gera til að bjarga rústunum og jafnframt gera gestum kleift að heimsækja þær áfram. Pompei er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna en jafnfram á Heimsminjaskrá SÞ, sem leggur stjórnvöldum ákveðnar skyldur á herðar.

Menningarráðherrann segir að upplifun ferðamanna sem komi til Pompei verði að vera jákvæð og að Profili verði að takast að stöðva „taumlausa misnotkun“ rústanna, sem birtist til dæmis í formi óleyfilegra leiðsögumanna og minjagripasala, svo ekki sé minnst á lög og reglur sem komi í raun í veg fyrir nauðsynlegar viðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup