Gengu berserksgang á flugvelli

Kínverskir flugfarþegar gengu berserksgang á flugvelli eftir að þeir urðu strandaglópar á vellinum.  Farþegarnir skemmdu m.a. tölvubúnað og afgreiðsluborð og lentu í átökum við lögreglu. Flugfélagið sem farþegarnir áttu bókað hjá er sagt hafa átt stóran þátt í því að farþegarnir gengu af göflunum.

Rúmlega 170 farþegar áttu bókað í þrjú flug frá Kunming, sem er höfuðborg Yunnan-héraðs landsins, með China Southern Airlines en ferðunum var aflýst sökum veðurs.

Fram kemur í kínverska ríkisfréttamiðlinum Xinhua að allir farþegarnir hafi neyðst til að sofa í flugvélunum eða í brottfararsalnum. Þá segir að enginn hafi sinnt þeim um mat eða gistingu.

Til átaka kom á milli farþega og lögreglumanna flugvellinum í morgun. Starfsmenn China Southern Airlines eru sagðir hafa með óvandaðri framkomu sinni æst lýðinn með fyrrgreindum afleiðingum.

Um kl. tvö í nótt ákváðu margir farþeganna, m.a. fólk með ung börn og eldri borgarar, að taka leigubíla á hótel sem starfsmenn China Southern höfðu sagt að þeir gætu gist. Farþegarnir komu hins vegar að luktum dyrum og urðu að snúa við .

Pirringur farþegann stigmagnaðist og að lokum brast stíflan og allt fór í bál og brand.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka