Ástráður, forvarnastarf læknanema, mun í samstarfi við Durex og Smokkur.is dreifa smokkum um verslunarmannahelgina á fjölförnustu stöðum landsins.
„Almennt notar fólk smokkinn lítið í dag og okkur finnst að ríkið og sveitarfélögin þurfi að gera allsherjarátak í þessu svo og að niðurgreiða getnaðarvarnir, sérstaklega fyrir unga krakka. Í Svíþjóð hefur gefið góða raun að hafa fría smokka á skemmtistöðum sem við myndum vilja sjá hér og hafa sjálfsala á almenningsklósettum. Aðgengi hefur mikið að segja og það er ekki sérlega auðvelt hér þar sem maður verður að gera sér ferð út í búð til að nálgast smokka,“ segir Ómar Sigurvin hjá Ástráði.