Vilja sniðganga auglýstar áfengistegundir

Reuters

„Við hvetjum alla þá sem bera velferð barna og unglinga fyrir brjósti til að sniðganga auglýstar áfengistegundir,“ segir Árni Guðmundsson hjá Foreldrasamtökunum og bætir við að þannig sýni foreldrar og aðrir samhug sinn í verki varðandi málefnið.

Árni nefnir að átakinu sé ætlað að fá fólk til að sniðganga þau fyrirtæki sem brjóta lögin því þau verðskuldi ekki viðskipti foreldranna. „Fólk ætti ekki að versla við fyrirtæki sem ota brennivíni að börnunum okkar,“ segir hann og bætir við að Foreldrasamtökin mótmæli nú markvissum brotum og síbrotahegðun áfengisauglýsenda.

„Flestar auglýsingarnar eru útúrsnúningar á lögunum en sem betur fer falla nú fleiri dómar í þessum efnum,“ segir Árni og bætir við að foreldrar séu orðnir þreyttir á ástandinu og telji að réttindi barna og unglinga séu fótum troðin. „Þegar Hagkaup var uppvíst að brennivínskynningu inni í verslun sinni sýnir það bara að menn fara sínu fram,“ segir Árni og bætir við að lög um bann við auglýsingu áfengis séu skýr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir