Starbucks er ekki á leiðinni

Reuters

Tæplega 10.000 manns hafa skráð sig á vefinn Starbucks.is og með því lýst yfir stuðningi við því að fyrirtækið opni hér kaffihús.

Bjarni Kristinsson, eigandi vefjarins, hefur um nokkra hríð verið í samskiptum við höfuðstöðvar Starbucks í Seattle. „Fyrirtækið hefur sagt við mig að það sé ekki á stefnuskránni að opna á Íslandi. Þeir hafa sagt að þegar og ef ákvörðun verður tekin um að opna hér þá verði haft samband við þá sem lýst hafa yfir áhuga á því að reka hér kaffihús,“ segir Bjarni. Hann hefur undanfarin fimm ár sent fyrirspurnir til Starbucks en svörin séu alltaf á sömu leið, ekki standi til að opna hér kaffihús.

Starbucks, sem er stærsta kaffihúsafyrirtæki í heimi, er ekki rekið eftir umboðssölukerfi, eins og margar bandarískar skyndibitakeðjur, heldur er um mun handstýrðari nálgun að ræða þegar kemur að rekstri útibúa. Mikil gróska er í rekstri svokallaðra úrvalskaffihúsa og hér á landi eru Te & Kaffi, Kaffitár o.fl. í samkeppni á þessum markaði. Víða á Norðurlöndum, þar sem Starbucks hefur ekki opnað kaffihús, hafa sambærilegar kaffihúsakeðjur verið opnaðar með góðum árangri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir