4000 ára gamall brandari

Elsti brand­ari fyrr og síðar - þ.e. sem hef­ur verið skrá­sett­ur - er sagður vera frá um 1900 fyr­ir Krist. Svo virðist sem að kló­sett- og neðan­belt­is­húm­or­inn hafi verið jafn vin­sæll þá og hann er í dag.

Brand­ar­inn fjall­ar um Súmera, sem bjuggu þar sem nú er Suður-Írak, og hann er á þessa leið: „Eitt­hvað sem hef­ur aldrei gerst frá upp­hafi tím­ans; ung kona sem leysti ekki vind í kjöltu eig­in­manns­ins.“

Brand­ar­inn varð efst­ur á lista sem há­skól­inn í Wol­ver­hampt­on tók sam­an yfir 10 æva­forna brand­ara.

Í öðru sæti er brand­ari sem er sagður vera frá 1600 fyr­ir Krist. Hann fjall­ar um fara­óa, sem er sagður vera Snof­ru kon­ung­ur.  „Hvernig skemmt­ir maður fara­óa sem leiðist? Maður fyll­ir bát af ung­um kon­um sem eru aðeins klædd­ar í net, sigl­ir niður Níl og hvet­ur fara­ó­inn til að fara veiða fisk.“

Elsti breski brand­ar­inn er frá 10. öld og er lýs­andi fyr­ir svæs­inn húm­or Engilsaxa. „Hvað hang­ir við læri karl­manns og vill pota í gat sem búið er að pota margoft í? Svarið er lyk­ill.“

„Brand­ar­ar hafa breyst á milli ára, sum­ir ganga út á spurn­ingu og svar á meðan aðrir eru hnyttn­ir máls­hætt­ir eða gát­ur,“ seg­ir Paul McDon­ald, sem vann að rann­sókn­inni, en hann starfar jafn­framt sem fyr­ir­les­ari við há­skól­ann.

„Það sem þeir eiga all­ir sam­eig­in­legt er áhug­inn á því að fjalla um það sem er for­boðið og það er ákveðin upp­reisn í þeim. Orðal­eik­ir í dag, grín um stúlk­ur frá Essex og neðan­belt­is­húm­or þetta á allt ræt­ur sín­ar að rekja til elstu brand­ar­anna sem greint var frá í þess­ari rann­sókn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son