4000 ára gamall brandari

Elsti brandari fyrr og síðar - þ.e. sem hefur verið skrásettur - er sagður vera frá um 1900 fyrir Krist. Svo virðist sem að klósett- og neðanbeltishúmorinn hafi verið jafn vinsæll þá og hann er í dag.

Brandarinn fjallar um Súmera, sem bjuggu þar sem nú er Suður-Írak, og hann er á þessa leið: „Eitthvað sem hefur aldrei gerst frá upphafi tímans; ung kona sem leysti ekki vind í kjöltu eiginmannsins.“

Brandarinn varð efstur á lista sem háskólinn í Wolverhampton tók saman yfir 10 ævaforna brandara.

Í öðru sæti er brandari sem er sagður vera frá 1600 fyrir Krist. Hann fjallar um faraóa, sem er sagður vera Snofru konungur.  „Hvernig skemmtir maður faraóa sem leiðist? Maður fyllir bát af ungum konum sem eru aðeins klæddar í net, siglir niður Níl og hvetur faraóinn til að fara veiða fisk.“

Elsti breski brandarinn er frá 10. öld og er lýsandi fyrir svæsinn húmor Engilsaxa. „Hvað hangir við læri karlmanns og vill pota í gat sem búið er að pota margoft í? Svarið er lykill.“

„Brandarar hafa breyst á milli ára, sumir ganga út á spurningu og svar á meðan aðrir eru hnyttnir málshættir eða gátur,“ segir Paul McDonald, sem vann að rannsókninni, en hann starfar jafnframt sem fyrirlesari við háskólann.

„Það sem þeir eiga allir sameiginlegt er áhuginn á því að fjalla um það sem er forboðið og það er ákveðin uppreisn í þeim. Orðaleikir í dag, grín um stúlkur frá Essex og neðanbeltishúmor þetta á allt rætur sínar að rekja til elstu brandaranna sem greint var frá í þessari rannsókn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka