Skyndibitabann í Los Angeles

Lög sem koma í veg fyrir opnun nýrra skyndibitastaða í suðurhluta Los Angeles-borgar hafa verið einróma samþykkt af borgarstjórn. Lögin munu gilda að minnsta kosti næsta árið.

Jan Perry, sem sæti á í borgarstjórn, hefur barist fyrir skyndibitabanninu í sex ár. Bindur hún vonir við að bannið verði til þess að hollara fæði rati á diska íbúa svæðisins, þar sem talið er að um 30% barna þjáist af offitu.

Reglurnar ná til 83 ferkílómetra svæðis, með um hálfri milljón íbúa.

Skyndibitakeðjur lögðust mjög gegn reglunum. Talsmaður McDonald's benti til dæmis á að auk þess að veita fjölda íbúa atvinnu, þá væri matseðill keðjunnar orðinn hollur og næringarríkur í seinni tíð.

Smærri veitingastaðir hafa jafnframt sitthvað við reglurnar að athuga. „Tilgangurinn með þessum reglum er mjög góður. Offita er mikið vandamál,“ segir Madelyn Alfano, sem rekur litla keðju ítalskra veitingastaða. „En veitingaiðnaðinum er ekki um að kenna.“

Alfano óttast að bannið flæki einungis regluverk og torveldi þar með stofnun nýrra veitingastaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan