Forsætisráðherra Ástralíu afkomandi nærbuxnaþjófs

Kevin Rudd er eflaust - líkt og flestir Ástralir - …
Kevin Rudd er eflaust - líkt og flestir Ástralir - stoltur af forfeðrum sínum. Reuters

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, er afkomandi nærbuxnaþjófs og refsifanga sem var sendur til landsins frá Englandi fyrir að hafa stolið sykri. Þetta leiðir rannsókn á fjölskyldusögu ráðherrans í ljós.

Söfnuður ástralskra mormóna hefur rannsakað fjölskyldusögu Rudds undanfarið ár og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. Mormónakirkjan, sem hefur aðsetur sitt í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum, er þekkt fyrir framúrskarandi ættfræðirannsóknir.

Í ljós hefur komið að sum skyldmenna Rudds voru refsifangar, en þetta á Rudd sameiginlegt með fjölmörgum Áströlum. Fram kemur að langamma hans í fimmta ættlið hafi verið send til Ástralíu 12 ára gömul. Hún hafði upphaflega verið dæmd til dauða fyrir að hafa stolið kjól og nærfötum annarrar stúlku.

Þá var langafi Rudds í fjórða ættlið dæmdur í sjö ára fangelsi og sendur til Ástralíu árið 1801 fyrir að hafa komist yfir sykurpoka með ólöglegum hætti. 

„Það að rannsaka okkar eigin sögu hjálpar okkur að virða og skilja lífsbaráttu forfeðra okkar, en þeirra heimur er allt annar en sá sem við lifum í í dag,“ segir kirkjuöldungurinn Terry Vinson.

Áður fyrr skömmuðust Ástralir sín fyrir það að vera skyldir glæpamönnum. Nú á tímum greina hins vegar flestir þeirra stoltir frá ættingjum sínum sem höfðu komist í kast við lögin.

Fyrstu evrópsku landnemarnir settust að í Ástralíu árið 1788, en þeir komu frá Bretlandi og komu á fót breskri fanganýlendu. Alls voru um 160.000 breskir fangar fluttir til landsins til ársins 1868 þegar fangaflutningunum lauk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir