Köttur bjargaði lífi eiganda síns

AP

Öldruð kona í Missouri segist eiga kettinum sínum líf að launa. Hafi kisa með mjálmi sínu vakið hana af svefni þegar eldur kom upp á heimili hennar.

Klukkan var fjögur að nóttu þegar kötturinn Búbú tók að mjálma af miklum móð. Konan, sem heitir Grace George og er 97 ára, vildi sofa lengur og ætlaði að setja Búbú út, og skildi ekkert í þessum hávaða í honum.

Þá fann hún reykjarlykt, og forðaði sér út. Slökkviliðið kom síðan á vettvang. Talið er að kviknað hafi í út frá eldingu.

Grace og Búbú halda nú til hjá dóttur hennar, og fékk Búbú dós af laxi fyrir afrek sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka