Siðgæðisyfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lagt bann við sölu á hundum og köttum í höfuðborginni Ríad, auk þess sem óheimilt er orðið að viðra skepnurnar utandyra.
Til þessa ráðs er gripið þar sem karlmenn voru farnir að nota gæludýrin til að stíga í vænginn við konur á almannafæri, sem þótti brjóta gegn siðgæði.