Kókaín á evrum

Meira kókaín hefur safnast á peningaseðla á Spáni en annars staðar í Evrópu. Efnafræðingar við háskólann í Valencia sem gerðu handahófskönnun á seðlum komust að því að á meðalseðlinum væru 155 míkrógrömm af kókaíni.

Niðurstöðurnar þykja benda til þess að kókaínneysla sé útbreiddari á Spáni en annars staðar í álfunni.

Kókaínsnefill fannst á öllum seðlunum sem mældir voru, en vísindamennirnir telja orsakir þess í mörgum tilfellum vera smitun á milli seðla og seðlatalningavéla.

„Mér þykir ákaflega vandræðalegt að við séum orðið öll með kókaín í seðlaveskjum okkar,“ segir Miguel de la Guardia, einn efnafræðinganna.

Komust vísindamennirnir að því að á þýskum seðlum væri um fimm sinnum minna kókaín en á þeim spænsku. Á þeim írsku evrum sem kannaðar voru fannst enn minna af fíkniefninu – mest mældust 0,576 míkrógrömm á einum seðli. aij

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup