Kókaín á evrum

Meira kókaín hef­ur safn­ast á pen­inga­seðla á Spáni en ann­ars staðar í Evr­ópu. Efna­fræðing­ar við há­skól­ann í Valencia sem gerðu handa­hófs­könn­un á seðlum komust að því að á meðalseðlin­um væru 155 míkró­grömm af kókaíni.

Niður­stöðurn­ar þykja benda til þess að kókaínn­eysla sé út­breidd­ari á Spáni en ann­ars staðar í álf­unni.

Kókaíns­nef­ill fannst á öll­um seðlun­um sem mæld­ir voru, en vís­inda­menn­irn­ir telja or­sak­ir þess í mörg­um til­fell­um vera smit­un á milli seðla og seðlataln­inga­véla.

„Mér þykir ákaf­lega vand­ræðal­egt að við séum orðið öll með kókaín í seðlaveskj­um okk­ar,“ seg­ir Migu­el de la Guar­dia, einn efna­fræðing­anna.

Komust vís­inda­menn­irn­ir að því að á þýsk­um seðlum væri um fimm sinn­um minna kókaín en á þeim spænsku. Á þeim írsku evr­um sem kannaðar voru fannst enn minna af fíkni­efn­inu – mest mæld­ust 0,576 míkró­grömm á ein­um seðli. aij

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þetta er góður dagur til fjáröflunar. Sú mikilvægasta varðar hvaða eiginleika þú þarft að rækta með þér eða þróa til þess að ná markmiði þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þetta er góður dagur til fjáröflunar. Sú mikilvægasta varðar hvaða eiginleika þú þarft að rækta með þér eða þróa til þess að ná markmiði þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant