Sæskrímsli á Long Island?

Hræ af torkennilegu dýri fannst nýlega á ströndinni við Montauk á Long Island í Bandaríkjunum. Myndir af hræinu hafa birst í bandarískum fjölmiðlum og eru miklar getgátur um hvað sé þarna á ferðinni og hafa ýmsar kenningar verið settar fram.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN hefur fjallað um málið og birt mynd, sem Jenna Hewitt tók en hún gekk fram á Montauk-skrímslið þegar hún ætlaði að sóla sig á ströndinni ásamt vinkonum sínum. 

Myndirnar sýna hræ af einhverri hárlausri brúnni skepnu með einskonar gogg og hvassar tennur.

Ýmsar kenningar hafa verið viðraðar, m.a. að þetta sé sæskjaldbaka, sem hafi misst skelina, dýr, sem búið hafi verið til í dýrarannsóknastöð skammt frá, nú eða þá geimvera. Aðrir segja að þetta sé hundshræ og enn aðrir segja, að þetta sé allt í plati.

CNN

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir