Gleymdu barninu í fríhöfninni

Starfsfólk á Ben Gurion flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael fann þriggja ára gamla stúlku eina á gangi í fríhöfninni. Í ljós kom, að foreldar stúlkunnar höfðu gleymt henni og fóru án hennar með flugvél til Parísar ásamt fjórum öðrum börnum sínum.

AFP fréttastofan hefur eftir lögreglu, að foreldrarnir hafi ekki gert sér grein fyrir því að litla stúlkan var ekki með þeim, fyrr en flugstjóri vélarinnar sagði þeim frá því. Þá var flugvélin komin á loft.

Stúlkan var send til Parísar með næstu flugvél. Foreldrarnir verða yfirheyrðir þegar þeir koma aftur til Ísraels.

„Það er algengt að fólk gleymi farangri sínum ef það er að flýta sér. En það gleymir ekki börnunum," hefur AFP eftir lögreglumanni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan