Hringdi í neyðarlínuna vegna skorts á sósu

Nokkuð hefur borið á því á Flórída undanfarna daga að hringt hafi verið í neyðarnúmerið, 911, vegna harla lítilvægs „neyðarástands.“ Til dæmis hringdi Reginald nokkur Peterson tvisvar til að tilkynna að hann hefði ekki fengið sterka ítalska sósu á samlokuna sína á tilgreindum samlokustað.

Fyrst hringdi hann til að tilkynna sósuskortinn, og svo aftur skömmu síðar til að reka á eftir lögreglumönnum, sem honum þótti heldur svifaseinir.

Hann var á endanum handtekinn fyrir að narra neyðarlínuna. Þetta var á fimmtudaginn í síðustu viku.

Á sunnudaginn hringdi ónafngreindur maður fimm sinnum í neyðarlínuna á meðan hann stóð í rifrildi við bróður sinn. Krafðist þess að lögregla kæmi á vettvang til að skera úr í deilunni.

Og í gær hringdi svo maður úr spilavíti til að tilkynna að spilakassi hefði stolið peningunum sínum.

Tveir síðastnefndu mennirnir voru einnig handteknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar