Suður-kóreskt líftæknifyrirtæki býður nú upp á óvenjulega þjónustu: að klóna gæludýr fólks. Bandarísk kona hefur þegar látið klóna Booger, kjölturakka sem safnaðist til feðra sinna árið 2006. Nú eru komnar í heiminn fimm nákvæmar eftirlíkingar af Booger.
Konan, sem heitir Bernann McKinney, segist ekki hafa getað á heilli sér tekið eftir að hún missti Booger og leitaði því til fyrirtækisijs RNL Bio í Seoul í þeirri von að endurheimta kjölturakkann.
Líftæknifélagið tók á milli 50 og 100 þúsund dali fyrir viðvikið.