28 klappstýrur festust í lyftu

Kalla þurfti til lögreglu og slökkvilið þegar 28 klappstýrur á unglingsaldri festust í lyftu í heimavist Texasháskóla í gærkvöldi. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 14-17 ára, ætluðu að kanna hve margar kæmust í lyftuna.

Stúlkunum 28 tókst að troða sér inn í lyftuna og ætluðu síðan niður á næstu hæð fyrir neðan. Þegar þangað var komið opnuðust dyr lyftunnar hins vegar ekki enda þoldi vélbúnaðurinn ekki álagið.

Stúlkurnar fylltust að vonum skelfingu en nokkrar þeirra, sem voru með farsíma, hringdu á hjálp. Það tók hins vegar viðgerðarmann 25 mínútur að opna lyftuna. Ein stúlkan var flutt á sjúkrahús og tvær fengu meðhöndlun á staðnum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar