Kvaðst vera klámeftirlitsmaður

Myndir af „klámeftirlitsmanninum“ úr öryggismyndavél verslunarinnar.
Myndir af „klámeftirlitsmanninum“ úr öryggismyndavél verslunarinnar. AP

Maður sem kvaðst vera í lögreglunni kom inn í verslun í Bandaríkjunum sem selur afþreyingarefni fyrir fullorðna og bað um að fá afhenta mynddiska með klámmyndum því að hann ætlaði að ganga úr skugga um að leikararnir í myndunum væru ekki undir lögaldri.

Lék maðurinn þennan leik þrisvar á níu dögum í síðasta mánuði, en hafði engar klámmyndir upp úr krafsinu. Eftir að hann reyndi þetta þriðja sinni hafði verslunareigandinn samband við lögreglu.

Lögreglan í Longmont í Colorado greindi frá þessu í gær, og sagði að maðurinn hefði sýnt skjöld í versluninni og skilið þar eftir nafnspjald sem merkt var „aldursstaðfestingardeild“ lögreglunnar í borginni. Slík deild væri ekki til innan lögreglunnar.

„Þetta var frumlegt hjá honum, hann má eiga það,“ sagði Tim Lewis, lögreglustjóri í Longmont.

Ekkert nafn var á spjaldinu, en verslunareigandinn lét lögreglu í té upptökur úr öryggismyndavél, þar sem maðurinn sést, og er lögreglan nú að leita hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar