Leið sífellt fleiri breskra ferðamanna liggur nú í fangelsi eða sjúkrahús á Spáni, og er orsökin fyrst og fremst of mikil áfengisneysla, að því er segir í nýrri skýrslu frá breska utanríkisráðuneytinu. Tala þeirra bresku ferðamanna sem handteknir eru á Spáni hækkaði um 33% frá 2006 til 2007.
Í skýrslunni, sem ber heitið „Skýrsla um hegðun Breta erlendis,“ segir að í mjög mörgum tilvika hafi breskir ferðamenn hegðað sér illa sökum ofurölvunar.
Spánn er vinsælasti áfangastaður breskra túrista, en á ári hverju flýja um sautján milljónir Breta rigninguna heimafyrir og leita í sólina á Spánarströndum. Að auki um 761.000 Bretar búsettir á Spáni allt árið um kring.