Lögregla í Providence í Rhode Island ríki í Bandaríkjunum fann 2,3 kíló af kókaíni falið bak við mælaborðið í lögreglubíl. Bíllin var upphaflega í eigu eiturlyfjasala en var gerður upptækur árið 2000 og hefur lögreglan notað hann síðan.
Viðgerðarmaður fann kókaínið bak við mælaborðið þegar hann tók bílinn í sundur. Að sögn lögreglu er yfirleitt leitað að smyglvarningi í bílum sem eru gerðir upptækir en stundum finnist það ekki.
Talið er að kókaínið sé meira en hálfrar milljónar króna virði í götusölu.