Bannað að heimsækja kærustuna vegna hávaðakynlífs

Rúm­lega þrítug­um Breta hef­ur verið meinað að heim­sækja kær­ust­una vegna þess að ná­grann­ar henn­ar kvörtuðu yfir hávaðasömu kyn­lífi þeirra skötu­hjúa. Dóm­ari bannaði hon­um að koma nær íbúð henn­ar en 100 metra.

Kær­ast­an býr í bæj­ar­blokk í Bright­on, og und­an­far­in tvö ár hafa aðrir íbú­ar í blokk­inni kvartað und­an því að þung tónlist, högg og hróp hafi borist úr íbúð henn­ar.

Einnig kvörtuðu þeir und­an því að maður­inn hafi legið nak­inn í sólbaði á blett­in­um fyr­ir utan, og hefði sex ára barn orðið að þola af hon­um „þess hátt­ar dóna­skap sem sex ára barn á ekki að þurfa að sæta.“

Talsmaður bæj­ar­yf­ir­valda seg­ir að kjarni máls­ins sé sá, að fólk eigi rétt á að lifa eðli­legu lífi án trufl­ana frá ná­grönn­um sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell