Bannað að heimsækja kærustuna vegna hávaðakynlífs

Rúmlega þrítugum Breta hefur verið meinað að heimsækja kærustuna vegna þess að nágrannar hennar kvörtuðu yfir hávaðasömu kynlífi þeirra skötuhjúa. Dómari bannaði honum að koma nær íbúð hennar en 100 metra.

Kærastan býr í bæjarblokk í Brighton, og undanfarin tvö ár hafa aðrir íbúar í blokkinni kvartað undan því að þung tónlist, högg og hróp hafi borist úr íbúð hennar.

Einnig kvörtuðu þeir undan því að maðurinn hafi legið nakinn í sólbaði á blettinum fyrir utan, og hefði sex ára barn orðið að þola af honum „þess háttar dónaskap sem sex ára barn á ekki að þurfa að sæta.“

Talsmaður bæjaryfirvalda segir að kjarni málsins sé sá, að fólk eigi rétt á að lifa eðlilegu lífi án truflana frá nágrönnum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir