Ákall til ófríðra kvenna

Bæjarstjóri afskekkts kolanámuþorps í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagt að ófríðar konur njóti mögulega góðs af því hve fáar konur búa í honum.

John Molony sagði í viðtali sem birtist í Townsville Bulletin í síðustu viku að í bænum séu um fimm karlar á hverja stúlku. „Mætti ég stinga upp á því að konur sem hafi ekki útlitið með sér komi til Mount Isa.“

Fjöldi kvartana - bæði frá körlum og konum - hefur borist bæjaryfirvöldum í kjölfar ummæla bæjarstjórans. Hann hefur hins vegar neitað að biðjast afsökunar á ummælunum. Hann hafi aðeins verið að segja satt og rétt frá hvernig málum væri háttað í bænum, sem er í Queensland.

Stærstu neðanjarðarnámur heims eru í Mount Isa, sem er í um 1800 km frá Brisbane. Árið 2006 bjuggu aðeins 819 konur á aldrinum 20-24 í bænum, en heildaríbúafjöldinn þá var 21.421.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka