Fregnir af andláti stórlega ýktar

Breskum karlmanni sem kom nýverið heim úr löngu sumarfríi brá heldur betur í brún þegar hann komst að því að flestir félaga hans höfðu talið hann látinn. Misskilninginn má rekja til þess að maðurinn, Michael O'Neill, ákvað skyndilega að fara til Ástralíu að heimsækja vin sinn í júní.

Þar sem ákvörðunin var tekin í skyndingu þá gleymdi hann að láta marga af vinum sínum vita af fyrirætlan sinni. Nágrannar hans fóru fljótlega að hafa áhyggjur af honum og höfðu samband við lögreglu. Eins var tekið viðtal við þá af breska dagblaðinu Daily Telegraph þar sem þeir sögðu frá hvarfi nágrannans.

Lögregla braust inn í íbúð O'Neill og fundu engin ummerki um hvar hann væri að finna. Í síðustu viku töldu vinir hans að ótti þeirra hafi verið rökstuddur þegar tilkynning birtist í bæjarblaðinu um andlát Michael O'Neill. Það var hins vegar á misskilningi byggt, þar sem viðkomandi var alnafni Michael O'Neill sem fór í frí til Ástralíu. En það er ekki eina tilviljunin, því alnafnarnir voru á svipuðum aldri, annar 49 ára - hinn fimmtugur og báðir áttu bræður sem hétu Kevin og Terry, að því er fram kemur á vefnum Ananova.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar