Talandi ruslafötur

Það er spurning hvenær rusladallar í Reykjavík þakki notendum fyrir
Það er spurning hvenær rusladallar í Reykjavík þakki notendum fyrir mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Borgaryfirvöld í Helsinki í Finnlandi hafa ákveðið að fara nýstárlega leið til þess að draga úr rusli á almannafæri. Verður ruslafötum dreift sem þakka fólki fyrir að henda rusli í þær. Verða ruslaföturnar settar upp þann 22. ágúst og verða þær í notkun út septembermánuð.

Elina Numm, sem stýrir verkefninu segir í samtali við AFP fréttastofuna að yfirvöld í borginni leiti sífellt nýrra leiða til þess að draga úr rusli. Segir hann hugmyndina um talandi ruslafötur skemmtilega og góða.

Um leið og rusli er hent í föturnar þakkar rödd einhvers þekkts Finna viðkomandi fyrir að hafa hent rusli. Jafnframt mun skynjarinn í fötunum telja hve oft þakkirnar eru spilaðar og hversu oft fatan er notuð.

Um mismunandi skilaboð verður að ræða. Til að mynda segir borgarstjórinn í Helsinki, Jussi Pajunen: „Það er frábært hvað þér er annt um borgina. Svalt er það ekki?“

Talandi ruslafötur er þekkt fyrirbæri víða í Evrópu og hafa þær skilað góðum árangri, að sögn Numm. Til að mynda í Berlín og í borgum Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka