Meðalkonan ver um 3.276 klukkustundum af ævi sinni í að hafa sig til, áður en farið er út úr húsi. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar, en tíminn jafngildir þeim tíma sem tekur geimfara að fara til tunglsins og aftur heim 22 sinnum. Til samanburðar segir að meðalkarlmaður verji um 1.100 stundum af ævi sinni við sömu iðju.