Enginn Stórfótur - bara górillubúningur

Alls konar fólk, sumir í górillubúningum, mætti á blaðamannafundinn sem …
Alls konar fólk, sumir í górillubúningum, mætti á blaðamannafundinn sem Whitton og Dyer boðuðu til í Kaliforníu í síðustu viku. AP

Ný­lega bár­ust frétt­ir að því að Stór­fót­ur (e. Big­foot) hafi fund­ist í Georgíu Banda­ríkj­un­um. Nú hef­ur hins veg­ar komið í ljós að um gabb var að ræða. Stór­fót­ur var í raun gór­illu­bún­ing­ur í kistu fullri af ís.

Í síðustu viku sögðust tveir menn hafa komið að skepn­unni, sem minn­ir um margt á apa, dauðri í skógi í júní sl. Þeir sögðu hana vera 2,3 metra á hæð og 226 kíló.

Tveir vís­inda­menn keyptu hræið, sem var í ískistu, fyr­ir ótil­greinda upp­hæð.

Nú hef­ur ís­inn bráðnað og komið hef­ur í ljós að Stór­fót­ur er í raun ekk­ert annað en gór­illu­bún­ing­ur úr gúmmíi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn reyna að græða á goðsögn­inni um skepn­una ógur­legu.

Í síðustu viku sögðu Matt Whitt­on, sem er lög­reglumaður, og Rick Dyer, sem er fyrr­ver­andi fanga­vörður, á blaðamanna­fundi að þeir hefðu fundið dýrið í Kali­forn­íu er þeir voru í göngu.

Þeir birtu ljós­mynd á vefsíðu sinni þar sem sjá mátti stóra loðna skepnu. Sér­fræðing­ar voru full­ir efa­semda og ekki leið á löngu þar til menn áttuðu sig á því að um gabb hafi verið að ræða. 

Matt Whitton og Rick Dyer stóðu á bak við gabbið.
Matt Whitt­on og Rick Dyer stóðu á bak við gabbið. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert að springa úr krafti og bjartsýni á framtíðina og ekkert fær stöðvað þig. Mundu að fara fram með aðgát og umfram allt tillitssemi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert að springa úr krafti og bjartsýni á framtíðina og ekkert fær stöðvað þig. Mundu að fara fram með aðgát og umfram allt tillitssemi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir