Enginn Stórfótur - bara górillubúningur

Alls konar fólk, sumir í górillubúningum, mætti á blaðamannafundinn sem …
Alls konar fólk, sumir í górillubúningum, mætti á blaðamannafundinn sem Whitton og Dyer boðuðu til í Kaliforníu í síðustu viku. AP

Nýlega bárust fréttir að því að Stórfótur (e. Bigfoot) hafi fundist í Georgíu Bandaríkjunum. Nú hefur hins vegar komið í ljós að um gabb var að ræða. Stórfótur var í raun górillubúningur í kistu fullri af ís.

Í síðustu viku sögðust tveir menn hafa komið að skepnunni, sem minnir um margt á apa, dauðri í skógi í júní sl. Þeir sögðu hana vera 2,3 metra á hæð og 226 kíló.

Tveir vísindamenn keyptu hræið, sem var í ískistu, fyrir ótilgreinda upphæð.

Nú hefur ísinn bráðnað og komið hefur í ljós að Stórfótur er í raun ekkert annað en górillubúningur úr gúmmíi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn reyna að græða á goðsögninni um skepnuna ógurlegu.

Í síðustu viku sögðu Matt Whitton, sem er lögreglumaður, og Rick Dyer, sem er fyrrverandi fangavörður, á blaðamannafundi að þeir hefðu fundið dýrið í Kaliforníu er þeir voru í göngu.

Þeir birtu ljósmynd á vefsíðu sinni þar sem sjá mátti stóra loðna skepnu. Sérfræðingar voru fullir efasemda og ekki leið á löngu þar til menn áttuðu sig á því að um gabb hafi verið að ræða. 

Matt Whitton og Rick Dyer stóðu á bak við gabbið.
Matt Whitton og Rick Dyer stóðu á bak við gabbið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir