Eignaðist fjórbura 55 ára gömul

Fimmtíu og fimm ára gömul indversk kona hefur eignast fjórbura, en konan fæddi börnin í bænum Mantua á Norður-Ítalíu. Konan hefur búið í bænum Suzzara, sem er skammt frá, í 15 ár. Hún fór til Indlands í glasafrjóvgun eftir árangurslausar tilraunir á Ítalíu.

„Við erum búin að bíða í 15 ár eftir börnunum,“ segir faðirinn, hinn 38 ára gamli Pabla Maghar Singh. „Við erum alsæl.“

Konan fæddi fjóra drengi í síðustu viku, og heita þeir Manav, Manmeet, Roshan og Radveer.

Þeir fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann og vóu á milli 750 til 980 grömm. Þeir eru enn á sjúkrahúsi í hitakössum, en að sögn lækna heilsast drengjunum vel.

Móðirin starfar við ræstingar og faðirinn í stálsmiðju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar