Hótar að siga leyniþjónustunni á kærastana

Barack og Michelle með dæturnar.
Barack og Michelle með dæturnar. AP

Barack Obama viðurkenndi í dag hver væri hin raunverulega ástæða fyrir því, að hann býður sig fram í embætti Bandaríkjaforseta.

„Það sem í raun býr að baki er að fá leyniþjónustuna til að passa dætur mínar tvær þegar þær komast á unglingsár," sagði hann glottandi við kjósendur í grillveislu í Eau Claire í Wisconsin í dag.

„Alltaf þegar einhver gutti kemur og vill bjóða þeim á stefnumót ætlum við að láta einn af þessum gaurum taka á móti þeim. Þeir brosa aldrei, þeir eru vopnaðir, þeir eru hættulegir," sagði hann og benti á öryggisverðina, sem fylgdust með mannfjöldanum. 

Obama og Michelle kona hans eiga tvær dætur, Maila 10 ára, og Sasha, 7 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar