Afengisbanni aflétt á Hyatt

Mynd fengin af vefsíðu hótelsins.
Mynd fengin af vefsíðu hótelsins. mbl.is

Margra vikna áfeng­is­banni var aflétt og er áfengi á boðstól­um á ný á fimm stjörnu Grand Hyatt hót­el­inu í Kaíró í Egyptalandi. Áfengi var bannað sam­kvæmt ís­lömsk­um boðum og bönn­um en það var eig­andi hót­els­ins sem setti bannið á í maí síðast liðinn.

Sheikh Ibra­him eig­andi hót­els­ins sem er jafn­framt meðlim­ur kon­unga­fjöl­skyld­unn­ar í Sádí Ar­ab­íu hellti niður að sögn AFP frétta­stof­unn­ar inni­haldi úr um það bil 2400 áfeng­is­flösk­um að verðmæti 24,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna eft­ir að hann ákvað að banna áfengi á hót­el­inu.

Egypsk yf­ir­völd sem standa vörð um ferðamannaiðnaðinn hótuðu þá að lækka hót­elið í tign sem nem­ur tveim­ur stjörn­um sam­kvæmt regl­um um slíka stjörnu­gjöf.

Eft­ir lang­ar og strang­ar samn­ingaviðræður hef­ur verið kom­ist að þeirri niður­stöðu að áfengi verði á boðstól­um á hót­el­barn­um á 41. hæð hót­els­ins þar sem einnig er að finna veit­ingastað á út­sýn­is­gólfi sem snýst.

Áfengi er áfram bann­vara á öðrum veit­inga­stöðum hót­els­ins sem munu vera 11 tals­ins og einnig er það ekki sett inn á smá­bari sem er að finna á 716 her­bergj­um og svít­um hót­els­ins en hægt er að panta það í gegn­um her­bergjaþjón­ust­una.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell