Danskir fjölmiðlar vilja meina að hlauparinn Usain Bolt frá Jamaíka hafi notað appelsínugult armband í mótmælaskyni á ólympíuleikunum.
Dönsk samtök sem kalla sig The Color Orange byrjuðu að auglýsa appelsínugulan lit sem lit mótmæla á ólympíuleikunum og hvöttu íþróttamenn til að sýna óánægju sína með því að klæðast appelsínugulu.
Tennisspilarin Rafael Nadal var með appelsínugult hárband í lokabardaganum og Usain Bolt hljóp með appelsínugult armband bæði í 100 og 200m hlaupinu.
„Kjarninn í frumkvæði okkar var að gefa fólki möguleika á að láta í ljós óánægju með mannréttindabrot Kínverja,” segir Vagn Frausing frá The Color Orange.
Þar sem íþróttamennirnir sjálfir hafa hins vegar sjálfir ekki staðfest að þeir hafi verið að mótmæla eru þetta hreinar getgátur.
Vagn Frausing segir þó að hann þekki aftur armbandið á úlnlið Bolts, þetta sé armband sem fyrirtækið The Hong Kong Alliance framleiði en fyrirtækið vinnur með fyrirtæki Vagns.
Ástæða þess að íþróttamenn hafi verið að mótmæla í leyni sé sú að þeir hafi annars átt á hættu að verðlaunapeningarnir væru teknir af þeim.
Vagn vonast þó eftir að íþróttamennirnir stígi nú fram og skýri frá því hvers vegna þeir klæddust appelsínugulu.
Hvorki Usain Bolt eða Rafael Nadal hafa gert það.