Feigur höfundur

100 Things to Do Before You Die
100 Things to Do Before You Die

Dave Freeman, sem skrifaði bókina „100 Things to Do Before You Die" (100 hlutir sem þú verður að gera áður en þú deyrð), er látinn 47 ára að aldri. Freeman, sem stýrði einnig auglýsingastofu, skrifaði bókina ásamt félaga sínum árið 1999. Freeman náði að heimsækja um helming staðanna sem mælt var með í bókinni áður en hann lést.

Freeman lést þann 17. ágúst á heimili sínu í Feneyjum. Bókina skrifaði Freeman ásamt félaga sínum Neil Teplica. Byggði bókin á vefsíðunni whatsgoingon.com, sem þeir ráku á árunum 1996-2001. Í bókinni segir að lífið sé stutt ferðalag og þar sé að finna upplýsingar um hvernig þú getir fyllt lífið gleði og heimsótt svölustu staði í heimi áður en þú pakkar saman fyrir síðasta ferðalagið, að því er fram kemur í frétt á vef Los Angeles Times.

Meðal þess sem bókin mælir með er að taka þátt í Pamplona nautahlaupinu á Spáni og mæta á Óskarsverðlaunahátíðina.

Frétt LAT í heild 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka