Ekki keppt í nunnufegurð

Ítalskur prestur vildi halda fegurðarsamkeppni nunna.
Ítalskur prestur vildi halda fegurðarsamkeppni nunna. Reuters

Ítalskur prestur, sem var að skipuleggja fegurðarsamkeppni nunna, hefur nú hætt við keppnina og segir að hann hafi verið misskilinn. Fréttir um væntanlega fegurðarsamkeppni bárust um allan heim og vöktu mikla athygli.

Presturinn, sr. Antonio Rungi, segir að aldrei hafi verið ætlunin að stilla nunnum saman upp á sviði svo áhorfendurnir gætu dæmt um fegurð þeirra heldur hafi hann ætlað að halda keppnina á bloggsíðu sinni á netinu.

Sr. Rungi segist hafa vilja breyta þeirri ímynd, sem nunnur hafa, að þær séu gamlar og svipþungar. Hann hafi hins vegar skipt um skoðun þegar kirkjuyfirvöld lýstu óánægju sinni með tiltækið.

„Yfirmenn mínir voru ekki ánægðir. Biskupinn minn var óánægður en þeir skildu ekki verkefnið," sagði Rungi við Reutersfréttastofuna.  Hann býr í Mondragone nálægt Napolí.

„Þetta var túlkað eins og keppa ætti í líkamlegri fegurð. Enginn heldur því fram að nunnur geti ekki verið fallegar en ég var meira að hugsa um heildarfegurð."

Rungi segist hafa viljað með þessu koma á framfæri þeim góðu verkum, sem nunnur vinna, einkum í mennta- og heilbrigðismálum, og auka áhuga á trúarstarfi. 

„Nunnur eru - umfram allt - konur og fegurð er gjöf frá Guði," sagði hann við ítalska blaðið  Corriere della Sera  áður en hann aflýsti keppninni. Hann vildi að nunnur sendu sér myndir og netverjar gætu síðan valið sigurvegarann.

Sr. Rungi sagði að hugmyndin hefði upphaflega komið frá nunnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir